Geirlaug G. Björnsdóttir
Fjölskyldufræðingur


Geirlaug er fjölskyldufræðingur sem býður upp á fjölskyldu- para- og einstaklingsmeðferð/ráðgjöf, fyrirlestra og námskeið og úrvinnslu meðvirkni og áfalla úr æsku. Hún vinnur að því að efla sjálfstraust og sjálfsvirði og kanna hvar styrkleikar leynast með aðferðum markþjálfunar og aðstoðar fólk við að finna sjálft sig og draumum sínum farveg.

Geirlaug lauk námi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1986 og meistaragráðu í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands 2013. Hún er einnig ACC vottaður markþjálfi og MÁPM meðferðaraðili (meðvirkni og áfallameðferð Piu Mellody).

Geirlaug hefur langa og fjölþætta reynslu af ráðgjöf, meðferðarstarfi og námskeiðahaldi. Hún starfaði við endurhæfingu sem framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Norðurlands frá 2006 til 2018. Geirlaug er faglegur ábyrgðarmaður og handleiðari í Aflinu – samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi. Það er hennar einlæga trú að geta fólks til að ná árangri sé nánast takmarkalaus.


Annað starfsfólk