Friðrik Már Ævarsson
Sálfræðingur
Friðrik Már er sálfræðingur sem sinnir meðferð og ráðgjöf fyrir börn og ungt fólk, m.a. vegna kvíðavanda, þunglyndis, hegðunarvanda, átröskunareinkenna, áfallastreituröskunar og lágs sjálfsálits. Friðrik lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2017 og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands árið 2019. Friðrik Már hefur undanfarin fimm ár starfað sem sálfræðingur í Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri (BUG teymið) við greiningu og meðferð barna undir 18 ára aldri með flókinn og samsettan vanda. Þá starfaði hann einnig í bráðateyminu á SAk við mat á sjalfsvígshættu hjá sama aldurshóp. Undanfarin tvö og hálft ár var hann einnig teymisstjóri BUG teymisins og býr því yfir viðamikilli reynslu af samvinnu við önnur þjónustukerfi víðsvegar um Norðurland. Samhliða því var Friðrik í stuðningsteymi starfsmanna SAk en hlutverk þess er að sinna starfsfólki sjúkrahússins sem gengið hefur í gegnum erfið atvik eða verið undir miklu álagi í starfi og/eða einkalífi sínu. Friðrik leggur ríka áherslu á að meðferð sé einstaklingsmiðuð og kortlagning vandans sé unnin í samvinnu með einstaklingnum. Unnið er eftir gagnreyndum aðferðum (einkum notast við hugræna atferlismeðferð) og stuðst við mælitæki til að meta árangur meðferðar
Friðrik Már er sálfræðingur sem sinnir meðferð og ráðgjöf fyrir börn og ungt fólk, m.a. vegna kvíðavanda, þunglyndis, hegðunarvanda, átröskunareinkenna, áfallastreituröskunar og lágs sjálfsálits. Friðrik lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2017 og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands árið 2019.
Friðrik Már hefur undanfarin fimm ár starfað sem sálfræðingur í Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri (BUG teymið) við greiningu og meðferð barna undir 18 ára aldri með flókinn og samsettan vanda. Þá starfaði hann einnig í bráðateyminu á SAk við mat á sjálfsvígshættu hjá sama aldurshóp.
Undanfarin tvö og hálft ár var hann einnig teymisstjóri BUG teymisins og býr því yfir viðamikilli reynslu af samvinnu við önnur þjónustukerfi víðsvegar um Norðurland.
Samhliða því var Friðrik í stuðningsteymi starfsmanna SAk en hlutverk þess er að sinna starfsfólki sjúkrahússins sem gengið hefur í gegnum erfið atvik eða verið undir miklu álagi í starfi og/eða einkalífi sínu.
Friðrik leggur ríka áherslu á að meðferð sé einstaklingsmiðuð og kortlagning vandans sé unnin í samvinnu með einstaklingnum. Unnið er eftir gagnreyndum aðferðum (einkum notast við hugræna atferlismeðferð) og stuðst við mælitæki til að meta árangur meðferðar.