Aðalheiður Sigfúsdóttir
Sálfræðingur


Aðalheiður er sérfræðingur í klínískri sálfræð fullorðinna og sinnir bæði einstaklings- og hópmeðferð. Hún sérhæfir sig í vinnu með áföll og svefnvanda. Að auki hefur hún mikla reynslu í að vinna með kvíðaraskanir, þunglyndi, streitu og verki ásamt átröskunarvanda. Starf hennar byggir á grunni hugrænnar atferlismeðferðar, EMDR og núvitundar.

Aðalheiður hefur menntun og reynslu á breiðu sviði sálfræði: Hún lauk grunn- og framhaldsnámi í sálfræði 2014 frá Háskóla íslands og sérfræðinámi í Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2019. Hún hefur tilskilin réttindi sem EMDR meðferðaraðili og er á lokametrunum í að öðlast kennararéttindi í núvitund hjá The Mindfulness Network í Bretlandi.

Aðalheiður hefur verið sjálfsætt starfandi frá útskrift, m.a. á eigin stofu (ASSA-Sálfræðistofa Akureyrar). Samhliða því hefur hún starfað sem sálfræðingur hjá Öldrunarheimilum Akureyrar og á Dag- og göngudeild geðdeildar Sak. og hefur þannig öðlast viðtæka reynslu í að vinna með fullorðnum og öldruðum.

Í starfi sínu leggur Aðalheiður áherslu á einstaklingsmiðaða vinnu sem byggir á kortlagningu vanda, beitingu gagnreyndra aðferða og ríka samvinnu milli skjólstæðings og meðferðaraðila.


Annað starfsfólk