Markmið námskeiðsins er að stuðla að auknu sjálfsáliti og sterkara sjálfsmati þátttakenda, það er gert með því að skoða tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunnar og umfram allt, áhrif uppeldis á líðan og hegðun einstaklingsins. Markmiðið með námskeiðinu er að aðstoða þátttakendur í að auka skilning sinn á eftirfarandi þáttum og veita þeim tækifæri til að öðlast dýpri þekkingu á eigin líðan. Þátttakendur fá ýmis verkfæri til að vinna áfram með sjálfsmat sitt að loknu námskeiði með það fyrir augum að bæta eigin líðan. Námskeiðinu fylgir vinnubók sem inniheldur lesefni og verkefni þessu tengdu.
Námskeiðið fer fram einu sinni í viku, tvær klukkustundir í senn, í heildina átta skipti. Ákjósanlegt er að þátttakendur taki virkan þátt í námskeiðinu og sinni heimavinnu milli tíma. Vinnubók fylgir námskeiðinu.
Umsjón með námskeiði: Jóhanna Bergsdóttir, sálfræðingur.
Tímasetning: 14.febrúar – 3.apríl, 8 skipti (16 klukkustundir).
Miðvikudaga kl.10-12
Staðsetning: Strandgata- sálfræði- og fjölskyldumeðferð.
Standgötu 51, á horni Kaldbaksgötu 2.
Verð: 85.000 (Flest stéttarfélög taka þátt í greiðslum, hægt er að skipta greiðslum).