Aðlögað að þunglyndi, kvíða og streitu.
Tegund:
Sálfræðiþjónusta – Hópmeðferð
Lýsing:
Á námskeiðinu læra þátttakendur leiðir til að dýpka sjálfsþekkingu sína í gegnum reynslunám í öruggu umhverfi. Þátttakendur læra að skoða eigin hugsanir, tilfinningar og líkamsskynjun gegnum hefðbundnar hugleiðsluæfingar eins og að kortleggja líkaman, sitjandi hugleiðslur og jógaæfingar. Námskeiðið byggir einnig á fræðslu um hugarstarfssemi okkar, hvernig þunglyndi, kvíði og streita þróast og því fylgja verkefni út frá hugrænni atferlismeðferð. Á námskeiðinu þjálfast fólk í að færa aðferðir núvitundar inn í daglegt líf m.a. með óformlegum æfingum eins og að borða og ganga í núvitund. Í gegnum æfingar öðlast þátttakendur aukið svigrúm til að velja leiðir til að bregðast við af aukinni yfirvegun og ró í stað þess að bregðast ósjálfrátt við af vana. Í núvitund þjálfast aukin samkennd og mildi.
Námskeiðið er átta skipti, einu sinni í viku. Hver tími er tvær klukkustundir og skiptast tímarnir í núvitundaræfingar, fræðslu og umræður. Að loknum átta tímum er síðan boðið upp á einn eftirfylgdar tíma. Sinna þarf heimavinnu í 40-60 mínútur flesta daga meðan á námskeiðinu stendur. Þátttakendum er boðið uppá forviðtal áður en námskeiðið hefst.
Hugmyndafræði:
Hugræn atferlis og núvitundarmeðferð (MBCT- Mindfulness-Based Cognitive Therapy). Meðferðin er ítarlega rannsökuð og viðurkennd og mælt með henni í klínískum leiðbeiningum fyrir fólk með endurtekið þunglyndi. Námskeiðið gagnast einnig vel fyrir fólk sem vill til að takast á við tilfinningalega erfiðleika eins og kvíða og streitu daglegs lífs og/eða vilja auka almenna vellíðan og vilja læra leiðir til að bregðast við af yfirvegun og ró.
Umsjón með námskeiði: Aðalheiður Sigfúsdóttir, sálfræðingur.
Tímasetningar:
Forviðtöl, dagana 4.-8.mars.
Námskeið, þriðjudaga, 19.mars – 7. maí kl.17-19.
Eftirfylgdartími, þriðjudagurinn 21.maí, kl.17-19.
Samtals 17 klst.
Staðsetning: Pakkhúsið, Hafnarstræti 19.
Verð:
Forviðtal 16.000 (hver þátttakandi),
Námskeið 85.000 (16 klst.).
Samtals: 101.000. (Flest stéttarfélög taka þátt í greiðslum, hægt er að skipta greiðslum).