Fyrsta viðtalið

í fyrsta viðtali fer fagaðilinn yfir þína sögu til að fá góða mynd af þeim vanda sem þú/þið ert/eruð að glíma við, stundum þarf fleiri en eitt viðtal til þess – hvort sem það feli í sér útfyllingu lista eða frekara samtal. Fólk þarf ekki að undirbúa sig fyrir viðtalið og ávalt skal hafa í huga að viðtalið er á forsendum einstaklingsins og að við mætum fólki þar sem það er statt og sýnum skilning á ólíkum vanda og aðstæðum.

Viðtalið

Gjaldið fyrir hvert viðtal er 19.000 kr. og fjöldi viðtala fer eftir eðli vandans. Skjólstæðingar fá sendan reikning í heimabanka að loknu viðtali, ásamt kvittun fyrir greiðslu í tölvupósti. Viðtalstíminn er 45 mínútur og stundum getur dregist um einhverjar mínútur að tíminn hefjist en það mun ekki hafa áhrif á tímalengd viðtalsins.

Afbókanir

Einstaklingar eru sjálfir ábyrgir fyrir því að mæta í viðtalið, en ávalt er send SMS áminning 24 klst. fyrir tímann. Forföll skulu tilkynnast í það minnsta 4 klst. fyrir tímann, annars þarf einstaklingurinn að greiða sem nemur 50% af tímagjaldi. Ef einstaklingur hefur fengið samþykki hjá Félagsþjónustu, VIRK, Sjúkratryggingum eða öðrum fyrir greiðslu á viðtali þá þarf viðkomandi að greiða forfallargjaldið sjálf(ur) ef þessum skilmálum er ekki fylgt.

Niðurgreiðsla

Flest stéttarfélög niðurgreiða sálfræði- og fjölskyldumeðferð, við hvetjum fólk til að leita til síns stéttarfélags er varðar réttindi og niðurgreiðuslur.

Trúnaður

Meðferð byggir á gagnkvæmu trausti og því er mikilvægt að trúnaður og þangarskylda sé virt. Við í STRANDGÖTU förum eftir lögum í því samhengi og því er ávalt fullur trúnaður virtur (lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34 /2012, lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, lög um sjúkraskrár nr. 55/2009, lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr: 77/2000). Undantekning frá trúnaðarskyldu er þegar öryggi einstaklingins eða þriðja aðila er ógnað en það getur leitt til tilynningar til viðeigandi yfirvalda (skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002).