Lýsing:
Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri kenningu að hugsanir hafi áhrif á hvernig okkur líður og hvernig við hegðum okkur. Með því að skoða hvernig við hugsum getum við haft áhrif á hegðun okkar og líðan og dregið úr t.d. þunglyndi og kvíða. Farið verður yfir hvernig hugsanir, líðan og hegðun tengjast og hvernig við getum fundið leiðir til að breyta hugsunarhætti og bæta almenna líðan okkar.

Námskeiðið fer fram einu sinni í viku, tvær klukkustundir í senn, í heildina sex skipti. Ákjósanlegt er að þátttakendur taki virkan þátt í námskeiðinu og sinni heimavinnu milli tíma. Vinnubók fylgir námskeiðinu.

Hugmyndafræði/um hugræna atferlismeðferð (HAM):
Hugræn atferlismeðferð er skammstafað HAM (eða CBT af enska heitinu cognitive behavioral therapy). Meðferðarform hugrænnar atferlismeðferðar byggir á traustum grunni rannsókna þar sem það um að að ræða gagnreyndar aðferðir sem bera mælanlegan árangur. Áhersla HAM meðferðar snýr að því að leysa núverandi vanda með markvissum vinnubrögðum þar sem einstaklingurinn er aðstoðaður við að ná fram sínum breytingum og markmiðum.

Umsjón með námskeiði: Friðný Hrönn Helgadóttir, sálfræðingur.

Tímasetning: 15.febrúar – 21.mars, 6 skipti (12 klukkustundir).
Fimmtudaga kl.17-19.00

Staðsetning: Strandgata- sálfræði- og fjölskyldumeðferð.
Standgötu 51, á horni Kaldbaksgötu 2.

Verð: 67.000 (Flest stéttarfélög taka þátt í greiðslum, hægt er að skipta greiðslum).