Umsjón með námskeiði:
Friðný Hrönn Helgadóttir, sálfræðingur.
Hugræn atferlismeðferð, grunn-námskeið.
Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri kenningu að hugsanir hafi áhrif á hvernig okkur líður og hvernig við hegðum okkur. Með því að skoða hvernig við hugsum getum við haft áhrif á hegðun okkar og líðan og dregið úr t.d. þunglyndi og kvíða. Farið verður yfir hvernig hugsanir, líðan og hegðun tengjast og hvernig við getum fundið leiðir til að breyta hugsunarhætti og bæta almenna líðan okkar.
Course supervisor:
Logi Úlfarsson, psychologist/sálfræðingur
Cognitive behavioural therapy
(the course is in English).
Cognitive behavioural therapy is one of the most researched psychological treatments and has extensive scientific backing as best practices when it comes to treating anxiety and depression. In this group setting participants will learn techniques and strategies to cope with worries, depressive thoughts and rumination.
Umsjón með námskeiði:
Jóhanna Bergsdóttir, sálfræðingur.
Sjálfstyrkingarnámskeið.
Markmið námskeiðsins er að stuðla að auknu sjálfsáliti og sterkara sjálfsmati þátttakenda, það er gert með því að skoða tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunnar og umfram allt, áhrif uppeldis á líðan og hegðun einstaklingsins. Markmiðið með námskeiðinu er að aðstoða þátttakendur í að auka skilning sinn á eftirfarandi þáttum og veita þeim tækifæri til að öðlast dýpri þekkingu á eigin líðan.
Umsjón með námskeiði:
Aðalheiður Sigfúsdóttir, sálfræðingur.
Hugræn atferlis- og núvitundarmeðferð
(aðlöguð að þunglyndi, kvíða og streitu)
Á námskeiðinu læra þátttakendur leiðir til að dýpka sjálfsþekkingu sína í gegnum reynslunám í öruggu umhverfi. Þátttakendur læra að skoða eigin hugsanir, tilfinningar og líkamsskynjun gegnum hefðbundnar hugleiðsluæfingar eins og að kortleggja líkaman, sitjandi hugleiðslur og jógaæfingar.