Guðrún Kristín Blöndal
Fjölskyldufræðingur
Guðrún (Gugga) sinnir einstaklingsmeðferð sem og para-og fjölskyldumeðferð. Hún vinnur að lausn margvíslegra áskorana, líkt og samskiptaerfileika, meðvirkni og erfiðleika í kjölfar áfalla. Að auki starfar Guðrún með pörum og fjölskyldum þar sem ADHD kemur við sögu, með það að markmiði að efla og styrkja einstaklinga/fjölskyldur í því samhengi.
Guðrún er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri, BA-gráðu í mannfræði/nútímafræði og framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands.
Guðrún hefur komið víða við og það sem einkennir hennar störf er óbilandi áhugi á fólki. Hún vann í nokkur ár á geðsviði SAk á legudeild, þá starfaði hún einnig sem teymisstjóri Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis.
Guðrún leggur ríka áherslu á að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og meðferð miðast alltaf við að hún sé á forsendum þeirra einstaklinga sem til hennar leita. Í paravinnu vill Guðrún meina að í nánum samböndum getur jafnvel lítill vandi valdið streitu og óánægju sem virðist óyfirstíganleg. Það getur verið mjög hjálplegt að fá utanaðkomandi aðstoð og leiðsögn, og pör geta jafnvel litið á það sem skemmtilegt verkefni að vinna með fagaðila í að bæta samskipti og líðan í sambandinu.