Logi Úlfarsson
Sálfræðingur


Logi er sálfræðingur sem sinnir meðferð og ráðgjöf við fullorðna m.a. vegna þunglyndis, kvíða, áfallastreituröskunar og lágs sjálfsmats. Logi lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2017 og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands árið 2019.

Logi hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sálfræðingur á Heilsugæslunni á Akureyri, bæði við einstaklings- og hópmeðferð en þar á undan á Reykjalundi við endurhæfingu. Að auki starfar hann á Kristnesi, þar sem hann sinnir sálfræðimeðferð og taugasálfræðilegu mati.

Logi leggur ríka áherslu á að vinna að kortlagningu persónulegs vanda í samvinnu við einstaklinginn og tekur meðferð mið af þeirri vinnu og gagnreyndar aðferðir nýttar til að ná árangri. Logi er mikill mannvinur og hans áherslur eru að meðferð sé einstaklingsmiðuð og á forsendum þess sem meðferðina sækir.


Annað starfsfólk